Á þessum fimmta disk úr annarri þáttaröð Latabæjar er að finna tvo nýja þætti auk úrvals tónlistar úr þáttunum. Fyrri þátturinn, „Óvænt afmælisgjöf“, segir frá því þegar Glanni smíðar risastóran vegg og skiptir Latabæ í tvennt þannig að krakkarnir geti ekki leikið sér saman lengur. Svo líður yfir Íþróttaálfinn eftir að hann borðar eitt af sykureplum Glanna, þannig að nú eru góð ráð dýr fyrir krakkana. Hinn þátturinn „Bestu vinir“ segir frá því þegar Solla býr til flottan leikvöll fyrir vini sína, en Glanna tekst að lokka þau í burtu. Því er það undir Sollu komið að bjarga þeim frá Glanna og áformum hans. Auk þessara þátta er að finna heil 29 lög sem heyrst hafa í þáttunum og hægt er að syngja með.
Director: Magnús Scheving Jonathan Judge
Producer:
Writer(s):
Story:
No user reviews found...